Skíði, steik og sólaráburður
Category

Restaurant

Price

$60

Est. Duration

2-3h

Message from Daddi Gudbergsson

Það eru fjölmargir framúrskarandi veitingastaðir á Grandvalira skíðasvæðinu en einn ber af. Það er nánast ólýsanlegt að sitja á pallinum við ísilagt Fiskavatnið (Llac de Pessons) og gæða sér á T-bone steik, lambaframparti, strangheiðarlegum nautaborgara eða villisveppa risotto. Hér er vínseðillinn vandaður og allir með meistarapróf í að blanda frískan og freiðandi Aperol.

Hér er auðvelt að panta fyrir hópa en mikilvægt að vera stundvís, sérstaklega ef pantað er í kringum háannatímann sem er hádegið frá klukkan 12:00 til 14:00. Ég mæli með að taka duglega á þvi á skíðunum, fara frekar seint í langan hádegisverð, leyfa sér aðeins og svo þoka sér varlega heim, í það minnsta fara mjög gætilega í brekkunum og ekki reikna með einhverjum stórátökum það sem eftir lifir dags.

Eftir heimsókn að Fiskavatni væri tilvalið að halda rakleiðis heim á hótel, taka sig til og bregða sér í innkaupaferð niður í höfuðborgina Andorra De Vella sem er einungis 25-30 mínútna akstur, en flestar verslanir eru opnar til í það minnsta 20:00.

Want to see more?

I have created curated maps and itineraries for travellers that want to travel like me.