Við sækjum ykkur á hótelið og þaðan liggur leiðin upp til Santiago del Teide, þar sem gangan byrjar í um 930 metra hæð. Gengið er upp í Teno fjöllin og er hækkunin sem er um 300 metrar, er nánast öll fyrstu 2 km. Þá blasir við magnað útsýni yfir Teno fjallgarðinn og Masca dalinn. Ef aðstæður leyfa er möguleiki á að fara á toppinn á Pico Verde sem er um 80 metra hækkun í viðbót og ekki er útsýnið verra þaðan. Síðan göngum við niður fjallhrygginn í áttina að Masca þorpinu þar sem gangan endar. Við verðum svo sótt kl 16:00 í þorpið.
Heildar kílómetrafjöldi göngunnar er 10 km og tekur sjálf gangan um 3,5 til 4,5 klukkustundir. Ferðin í heild er um 7 klukkustundir.