Þetta er "Conservation Park" sem þýðir að starfsemin miðar að björgun dýra í útrýmingarhættu, aðhlynningu veikra dýra og fræðslu. Safari Bali er villt paradís þar sem þú færð tækifæri til þess að sjá stórkostleg dýr eins og ljón, gíraffa, flóðhesta, strúta og fleira. Frábær staður fyrir börn líka og mæli heilshugar jafnvel með að gista.
Bali Safari Park er á austurströndinni og aðeins 30 mín frá Sanúr og 30 mín frá Ubud. Mæli með að para heimsókn í Balí Safarí með stoppi á Sababay Wineyard.