Þetta er skemmtileg ferð sem tekur um fimm klukkustundir. Lagt er af stað úr bænum um kl. 09:00 og haldið sem leið liggur í vesturátt meðfram ströndinni þar sem við virðum fyrir okkur bananaplantekrurnar og strandbæina.
Fyrsta stopp er á útsýnispalli í bænum Puerto Santiago þar sem flott útsýni er yfir Los Gigantes klettabeltið (Risana). Þaðan höldum við áfram upp í Teno fjallgarðinn og yfir til hins margrómaða þorps Masca (týnda þorpið), sem er að margra mati einn af fallegustu stöðum á eyjunni.
Við röltum um Masca þorpið og fáum ef til vill að smakka afurðir sem Fernando gamli ræktar í Masca. Þá er frjáls timi í Masca i góða klukkustund til að taka inn dásemdina sem þorpið hefur uppá að bjóða.
Fáum svo tapas og drykk i hádegismat áður en við höldum til baka.