Spónhylur frá Vesturbakkanum er einn af betri stöðum svæðisins. Farið er útá sandinn á endanum á eyjunni en það er ekki vætt frá öðrum stað.
Þar geturu vaðið langt niðureftir á sandinum en passa þarf að fara sömuleið til baka þegar að vaðið er til baka. Ef landa á laxi er gott að ná honum inní hæga vatnið við eyjuna og háfa hann útí ánni.
Staðurinn er gífurlega langur og stór, það má segja að á göngutíma sé besti staðurinn allveg frá því að þú byrjar að kasta á spegil og niður að því sem lækurinn kemur útí, en seinni partinn liggur fiskurinn mest þar og neðar.