Við sækjum ykkur á hótelið og þaðan liggur leiðin til Tamaimo. þar sem við byrjum gönguna í 545 metra hæð, göngum upp dalinn allt upp í 865 metra sem við munum ganga bara á okkar hraða. Á leiðinni er stoppað við risa kross á klettasyllu í 795 metrum og virðum fyrir okkur geggjað útsýni.
Klárum hringinn með stoppi í auganu sjálfu, útsýni sem aðeins fuglinn fljúgandi og flugmenn geta séð, reyndar þú líka.
Á leiðinni tilbaka stoppum við á útsýnispalli í Los Gigantes(100 metrum) virðum fyrir okkur björgin og sjáum augað langt fyrir ofan okkur og ef einhver hefur áhuga á einum ísköldum þá verði honum að góðu.
Heildar kílómetrafjöldi göngunnar er 6,40. km og tekur sjálf gangan um 3. til 3,5. klukkustundir. Ferðin í heild er um 6. klukkustundir.