Þetta er skemmtileg ferð sem tekur um fimm klukkustundir. Lagt er af stað úr bænum kl. 12:00 og keyrt í áttina að Vilaflor sem er hæsta byggða ból á Spáni. Á leiðinni keyrum við í gegnum nokkur fjallaþorp og sjáum hvernig stemmningin er þar.
Við tökum létt rölt um miðbæinn í Vilaflor og sjáum hvernig er umhorfs í um 1500 m hæð. Þá er komið að aðalatriðinu; við förum á Bodega Lagar De Chesna og gæðum okkur á mat og drykk. Þessi víngerð er búin að vera hér í 300 ár eða í sjö kynslóðir.
Öll vínin sem eru framleidd hér eru lífrænt ræktuð og einstaklega góð.