Þingvallavatn
Eitt af betri svæðum Þingvallavatns
Category

Sightseeing

Message from Armann Kristjansson

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík.

Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir sjávarmáli og mælist um 84 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi er um 114 m. Þingvallavatnið er eitt vinsælasta veiðivatn á landinu og á sér stóran hóp af fastagestum. Náttúrufegurð og saga gerir Þingvallavatn einstakt meðal vatna landsins. Mikið er að djúpum gjám í vatninu.

Í Þingvallavatni eru 4 tegundir af bleikju sem og víðfrægur urriðastofn. Algeng stærð á bleikjunni er frá hálfu pundi upp í 3 pund. Bleikjutegundirnar eru: Kuðungableikja, sílableikja, murta og gjámurta. Bleikjuafbrigðin hafa þróast í vatninu á síðustu 10.000 árum.

Kárastaðalandið nær frá u.þ.b. Nestá eða Grjótnes og inn eftir víkinni í átt að þjóðgarðinum. Kárastaðalandið er að hluta innan þjóðgarðs, en þó ber að geta að veiðileyfi eru seld sérstaklega og gildir því Veiðikortið ekki hérna.

Margir góðir veiðistaðir eru á Kárastaðalandinu þó nokkrir séu skemmtilegri en aðrir, og má þá helst að geta Rauðukusunes sem hefur gefið margan urriðann.

Oft er mjög góð veiði á Kárastöðum, bæði urriða og bleikju.

AI
Ask Armann Kristjansson AI for more specific info
*By booking through me, you are supporting me as a content creator at no additional cost to you.
Nearby local secrets

Looking for things to do?

Go check out my guide for the best free things to do as well as itineraries and travel tips to make your trip unforgettable.

Go to Guide

Rexby was founded in 2021 with the mission of enabling travel content creators to provide a better service and capture more of the immense value they are creating for the tourism industry

Backed by

Contact us

Hallgerðargata 13

105 Reykjavík Iceland

hello@rexby.com
Our licence

Kt: 6909211460

Vsk: 146757

rexby travel agency
Rexby
Explore
Purchases
Messages
Log in